Liverpool er strax byrjað að ráðstafa peningunum sem þeir fá fyrir söluna á Philippe Coutinho en það er Independent sem greinir frá þessu.
Coutinho er á förum til Barcelona fyrir 140 milljónir punda og Jurgen Klopp, stjóri liðsins ætlar ekki að bíða með að styrkja liðið.
Independent greinir frá því að Liverpool sé með þrjá leikmenn í sigtinu, tvo sóknarmenn og markmann.
Thomas Lemar, sóknarmaður Monaco er efstur á óskalista Liverpool og sér Klopp hann sem arftaka Coutinho hjá félaginu.
Riyad Mahrez, sóknarmaður Leicester er einnig á óskalistanum og hefur Liverpool nú þegar haft samband við umsboðsmann leikmannsins samkvæmt Independent.
Þá vill Jurgen Klopp fá nýjan markmann á Anfield en hann hefur ekki verið nafngreindur ennþá.