fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433

Mourinho svarar Conte fullum hálsi og sakar hann um veðmálasvindl

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 22:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Manchester United skaut föstum skotum að Antonio Conte, stjóra Chelsea í kvöld.

Á dögunum skaut Mourinho létt á þá Jurgen Klopp og Antonio Conte og sagði að þeir félagar höguðu sér stundum eins og trúðar á hliðarlínunni.

Mourinho dró hins vegar í land með þau ummæli í kvöld og sagði að enska pressan hefði snúið út úr þeim.

Conte gaf hins vegar í skyn að Mourinho þjáðist af minnisleysi og lét þau ummæli falla í viðtali í dag og það virðist ekki hafa farið neitt sérstaklega vel í Portúgalann.

„Pressan á að biðja mig og hann afsökunar. Það var snúið út úr spurningunni og svarinu mínu og þess vegna þessi viðbrögð hjá öllum. Ég var að tala um sjálfan mig og að það væri ég sem hagaði mér eins og trúður á hliðarlínunni,“ sagði Mourinho.

„Annars þarf ég ekki stjóra Chelsea til þess að segja mér að ég hafi gert mín mistök og muni gera þau í framtíðinni. Það eina sem ég mun segja er að ég mun aldrei fara í bann fyrir veðmálasvindl,“ sagði stjórinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Á bekknum í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár

Á bekknum í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár
433Sport
Í gær

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Mjög óvænt nafn gæti tekið við af De Bruyne í sumar

Mjög óvænt nafn gæti tekið við af De Bruyne í sumar
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan