Tottenham tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Tottenham sótti látlaust í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora og staðan því markalaus í leikhléi.
Pedro Obiang kom West Ham svo yfir með ótrúlegu marki á 70. mínútu en Heung Min-Son jafnaði metin fyrir heimamenn, fjórtán mínútum síðar með fallegu skoti og lokatölur því 1-1.
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham
„Við skoruðum bara eitt mark og það var úr erfiðasta færinu okkar. Ég er ánægður með vinnsluna í mínum mönnum en ósáttur með úrslitin. Við áttum skilið að vinna en svona er fótboltinn,“ sagði stjórinn.
„Við þurftum að skora en að geta hlaupið svona og djöflast, þegar sutt er á milli leikja er mjög vel gert hjá strákunum. Þeta var ótrúlegt mark hjá þeim og erfitt að sætta sig við það. Á venjulegum degi hefðum við átt að vinna svona 5-1.“
„Ég ætla ekki að tjá mig um dómarana, ég sá ekki atvikið og ég treysti þeim,“ sagði stjórinn að lokum.