fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433

Mourinho: Hef ekki mist ástríðuna þó ég hagi mér ekki eins og trúður

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho stjóri Manchester United segir það ekki merki um að hann hafi tapað ástríðunni þó hann hagi sér ekki eins og trúður á hliðarlínunni.

Mourinho er að margra mati að skjóta lúmskum skotum á Jurgen Klopp og Antonio Conte með þessum ummælum sínum.

,,Þrátt fyrir að ég hagi mér ekki eins og trúður á hliðarlínunni þá hef ég ekki tapað ástríðunni. Ég vil haga mér svona, ég hef þroskast. Það er betra fyrir liðið og mig, þú þarft ekki að vera eins og brjálæðingur á hliðarlínunni til að hafa ástríðu,“
sagði Mourinho.

,,Þetta fer eftir því hvernig menn vinna sína vinnu, ekki hvernig þeir haga sér fyrir framan myndavélarnar.“

Framtíð Mourinho hefur verið til umræðu og hann segir fréttir um að hann viji hætta vera rusl. Fram kom í dag að hann ræðir nýjan samning við félagið.

,,Ef þú spyrð mig um fréttirnar sem hafa verið þá myndi ég kalla þær rusl.“

,,Ég sé sjálfan mig fyrir mér hér á næstu leiktíð, ég fer frá Manchester United þegar félagið vill mig ekki lengur. Ég er hálfnaður með samning minn, ég er ekki á síðustu mánuðunum. Ég vil vera áfram, þetta er undir eigendum og Ed Woodward komið hvort þeir séu sáttir með mig og vilji framlengja við mig. Ég vil vera áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester City og Tottenham – De Bruyne á bekknum

Byrjunarlið Manchester City og Tottenham – De Bruyne á bekknum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“
433Sport
Í gær

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til
433Sport
Í gær

Benoný á leið til Englands

Benoný á leið til Englands
433Sport
Í gær

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“