Arsenal tók á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Jack Wilshere kom Arsenal yfir á 67. mínútu en Eden Hazard jafnaði metin fyrir gestina, fjórum mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu.
Marcos Alonso kom Chelsea svo yfir á 84. mínútu áður en Hector Bellerin jafnaði metin fyrir heimamenn í uppbótartíma og lokatölur því 2-2.
Chelsea er áfram í þriðja sæti deildarinnar með 46 stig og Arsenal er í því sjötta með 40 stig.
Einn stuðningsmaður Chelsea var í stúkunni hjá Arsenal og fagnaði marki Hazard mikið.
Myndband af því er hér að neðan.
Chelsea supporter shouting & cheering a goal on his own in the Arsenal end without a care in the world. What a gaff that Emirates is. Ridiculous. pic.twitter.com/cIhzHTnlvt
— Mace (@macewhu69) January 3, 2018