Manchester United er í viðræðum við Jose Mourinho um að framlengja samning hans. Sky Sports segir frá.
Mourinho er hálfnaður með þriggja ára samning sinn sem hann skrifaði undir í maí árið 2016.
Sky segir að viðræður milli Jorge Mendes, umboðsmanns Mourino og United hafi byrjað í október.
United er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimmtán stigum á eftir toppliði Manchester City og er liðið í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Sevilla.
Mourinho hefur verið orðaður við PSG en hann hefur talað fallega um félagið.