,,Jóhann var mjög góður í leiknum,“ sagði Sean Dyche stjóri Burnley þegar hann var beðinn um að lýsa frammistöðunni sem Jóhann Berg Guðmundsson átti gegn Liverpool í vikunni.
Jóhann jafnaði leikinn fyrir Burnley en Liverpool tryggði sér svo sigur í uppbótartíma.
Kantmaðurinn knái úr Kópavoginum hefur stimplað sig hressilega inn á þessu tímabili og hefur verið einn besti leikmaður Burnley.
,,Hann gerði vel, hann er að glíma við smá meiðsli í kálfa. Í hálfleik bað ég hann um að vera lykilmaður í þessu fyrir okkur, hann gerði það aftur.“
Eftir erfitt fyrsta tímabil þar sem meiðsli og bekkjarseta voru hjá Jóhanni hefur hann stimplað sig vel inn.
,,Hann er að þroskast í mjög góðan leikmann, hann er að bæta allan leik sinn.“