Arsenal tók á móti Chelsea í kvöld í ensku úrvalsdeldinni en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Það voru þeir Jack Wilshere og Hector Bellerin sem skoruðu mörk Arsenal í kvöld en Marcos Alonso og Eden Hazard skoruðu fyrir Chelsea.
Jamie Carragher, sparkspekingur hjá Sky Sports var alls ekki hrifinn af varnarmönnum Arsenal í kvöld og sagðist vorkenna þeim Mesut Ozil og Alexis Sanchez að þurfa að spila með þeim.
„Varnarmenn Arsenal eru bara ekki nógu góðir og þetta hefur verið svona í alltof langan tíma,“ sagði Carragher eftir leikinn.
„Framávið eru þeir með betri menn en Manchester City, það munar allavega ekki miklu á sóknarlínunum í það minnsta. Þessi varnarleikur er ekki boðlegur og við höfum sagt það oft áður. Þetta er utandeildar varnarleikur og þetta hefur verið svona lengi.“
„Það er ástæðan fyrir því að Arsenal er ekki að vinna stóru leikina. Sanchez og Ozil eru sviknir hvað eftir annað af varnarmönnum liðsins,“ sagði hann að lokum.