Arsenal tók á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Jack Wilshere kom Arsenal yfir á 67. mínútu en Eden Hazard jafnaði metin fyrir gestina, fjórum mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu.
Marcos Alonso kom Chelsea svo yfir á 84. mínútu áður en Hector Bellerin jafnaði metin fyrir heimamenn í uppbótartíma og lokatölur því 2-2.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal var ósáttur með dómara leiksins og vítaspyrnuna sem Chelsea fékk.
„Þetta var ótrúlegur leikur. Enn og aftur dæmdi dómarinn gegn okkur þegar að Hazard fékk víti. Við þurfum að fara reikna með því í undirbúningi fyrir leiki að dómarinn muni dæma á móti okkar,“ sagði Wenger.
„Fólk fékk að sjá góðar fótbolta og slæmar dómaraákvarðanir í kvöld. Ég vil ekki tala um einstaka ákvarðanir, þá verð ég bara pirraður og kemst í uppnám.“
„Vítið á Hazard? Þetta var ekki neitt neitt,“ sagði Wenger að lokum.