Arsenal tók á móti Chelsea í kvöld í ensku úrvalsdeldinni en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Það voru þeir Jack Wilshere og Hector Bellerin sem skoruðu mörk Arsenal í kvöld en Marcos Alonso og Eden Hazard skoruðu fyrir Chelsea.
Mark Hazard kom úr vítaspyrnu en athygli vekur að Petr Cech, markmaður Arsenal hefur ekki varið margar vítaspyrnur upp á síðkastið.
Síðustu 15 spyrnur hafa farið inn hjá Tékkanum, honum hefur ekki tekist að verja eina og í tólf skipti hefur hann skutlað sér í rangt horn.
Tölfræði yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.
Čech's recent penalty record is something else…
Faced – 15
Saved – 0
Dived the wrong way – 12What a stat 🙈😂 pic.twitter.com/lIXgsYbCMe
— 101 Great Goals (@101greatgoals) January 3, 2018