fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433

Hraunar yfir Mourinho og segir að hann hafi ekki hundsvit á sögu United

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garth Crooks, sparkspekingur hjá BBC er ekki ánægður með Jose Mourinho, stjóra Manchester United þessa dagana.

Stjórinn lét áhugaverð ummæli falla á dögunum þegar að hann sagði að félagið þyrfti að eyða 300 milljónum punda til þess að geta keppt við nágranna sína í Manchester City um enska úrvalsdeildartitilinn.

Mourinho hefur eytt háum fjárhæðum síðan hann tók við á Old Trafford og hefur hann m.a keypt þá Paul Pogba og Romelu Lukau til félagsins en þeir kostuðu báðir háar fjárhæðir.

„Það sem mér finnst einstakt við Mourinho er oft á tíðum hegðun hans og í raun óvirðing við leikinn,“ sagði Crooks.

„Að ætla halda því fram að ástæðan fyrir slæmu gengi sé sú að þeir séu ekki að eyða nóg er bara of mikið. Hann hefur eytt 300 milljónum punda og er með einn besta hópinn í ensku úrvalsdeildinni þegar allir eru heilir.“

„United er félag sem er þekkt fyrir það að framleiða góða leikmenn, 92′ árgangurinn sannar það sem dæmi. Mourinho virðist hafa mikið vit á peningum en samt hefur hann ekki hundsvit á sögu Manhcester United.“

„Jesse Lingard og Marcus Rashford voru orðnir góðir leikmenn þegar að hann tekur við. Stjórinn hefur sýnt það að hann getur búið til gott lið úr góðum leikmönnum en hann hefur ekki sýnt það síðan að hann var með Porto.“

„Maður hlýtur að spyrja sig hvort hann sé búinn að missa töfrana sem knattspyrnustjóri,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals