Chelsea hefur lagt fram tilboð í Arturo Vidal, miðjumann Bayern Munich en það er Pipe Sierra, blaðamaður í Kólumbíu sem greinir frá þessu.
Vidal hefur ekki átt fast sæti í liði Bayern síðan Jupp Heynckes tók við liðinu í haust.
Fyrsta boð Chelsea hljóðar upp á tæplega 40 milljónir evra en samkvæmt miðlum í Þýskalandi vilja Bæjarar fá í kringum 60 milljónir evra fyrir hann.
Vidal kom til Bayern Munich frá Juventus árið 2015 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan.
Hann og Antonio Conte unnu saman hjá Juventus á sínum tíma og þekkjast því vel en Conte er mikill aðdáandi leikmannsins.