fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433

Pep Guardiola: Við erum að drepa leikmennina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 22:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tók á móti Watford í kvöld í ensku úrvalsdeildinni en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna.

Raheem Sterling kom City yfir eftir 38. sekúndur og Christian Kabasele skoraði svo sjálfsmark, 12. mínútum síðar og staðan því 2-0 í hálfleik.

Sergio Aguero kom City í 3-0 á 63. mínútu áður en Andre Gray minnkaði muninn fyrir Watford undir lok leiksins en lengra komust þeir ekki og niðurstaðan því 3-1 fyrir City.

Pep Guardiola, stjóri City var sáttur með stigin þrjú en hann er ekki hrifinn af leikjaálaginu á Englandi þessa dagana.

„Við spiluðum vel. Við töpuðum stigum gegn Palace og ræddum það fyrir leikinn að við ætluðum að svara því hér gegn Watford og við gerðum það,“ sagði stjórinn.

„Við gerðum fimm breytingar á liðinu en það er ekki mér að kenna. Ég veit það að á Englandi þarf sýningin að halda áfram en þetta er ekki eðlilegt og ég er ekki einn um þá skoðun.“

„Við erum að drepa leikmennina. Knattspyrnusambandið er ekki að hugsa um hag leikmannanna. Þeir spila ellefu mánuði í röð. Það þarf að vernda leikmennina svo þeir geti haldið áfram að sýna sömu gæði.“

„Leikjaálagið hérna er of mikið en ég sé ekki framá að það muni breytast í framtíðinni,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast
433Sport
Í gær

Sjáðu sturlað sigurmark sem tryggði Real mikilvægan sigur

Sjáðu sturlað sigurmark sem tryggði Real mikilvægan sigur
433Sport
Í gær

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid