Swansea tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.
Fernando Llorente kom Tottenham yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan því 1-0 í leikhléi.
Dele Alli gerði svo útum leikinn með marki á 88. mínútu og lokatölur því 2-0 fyrir Tottenham.
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham var að vonum sáttur með þrjú stig í kvöld.
„Þú þarft alltaf smá heppni til þess að skora og vinna leiki en ef við horfum á leikinn, heilt yfir þá áttum við skilið að vinna hérna í kvöld,“ sagði stjórinn.
„Það var mjög erfitt að spila fótbolta hérna í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik útaf veðrinu en við reyndum. Við gerðum nóg til þess að vinna. Við voru betra liðið í kvöld og áttum stigin skilin.“
„Það þarf að drepa leikinn í stöðunni 1-0 og ég var aðeins stressaður því mark frá þeim hefði breytt öllu. Núna þurfum við smá hvíld og svo tekur bara næsti leikur við,“ sagði stjórinn að lokum.