fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433

Þetta er eini veikleiki Van Dijk samkvæmt fyrrum njósnara Celtic

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk varð á dögunum dýrasti varnarmaður heims þegar Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir hann.

Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu en hann var sterklega orðaður við Liverpool, allt síðasta sumar.

Neil McGuinnes, fyrrum njósnari hjá Celtic sá Van Dijk spila með Groningen og heillaðist mikið af leikmanninum sem varð til þess að skoska félagið keypti hann árið 2013.

„Ef þú þarft að punkta niður alla kostina sem góður miðvörður þarf að hafa þá tikkar hann í öll boxin,“ sagði McGuinnes.

„Hann er með einn veikleika hins vegar því stundum slökknar á honum þegar að liðið hans er í þægilegum málum. Það er hans stærsta vandamál.“

„Hann er mjög snöggur og hann veit að hann getur hlaupið menn uppi ef hann missir þá aftur fyrir sig en þetta er sá þáttur sem hann þarf að bæta hjá sér.“

„Bestu miðverðirnir í dag eru með einbeitinguna í lagi, alltaf og ef hann nær að kveikja í sér og einbeita sér í 90. mínútur, sama hver staðan er í leiknum þá getur hann orðið sá besti,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lofaði að bjóða goðsögninni í mat ef þetta tekst á næstunni

Lofaði að bjóða goðsögninni í mat ef þetta tekst á næstunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum vonarstjarna dæmd í fjögurra ára fangelsi – Lamaður eftir hrottafulla árás með ‘Rambo’ hníf

Fyrrum vonarstjarna dæmd í fjögurra ára fangelsi – Lamaður eftir hrottafulla árás með ‘Rambo’ hníf
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bætti met Haaland í gær

Bætti met Haaland í gær