Það verður hörkuleikur á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni á laugardag þegar Jóhann Berg Guðmundsson mætir Gylfa Þór Sigurðssyni.
Everton heimsækir þá Burnley en Burnley er í sjöunda sæti deildarinnar en Everton í því níunda, þremur stigum á eftir. Leicester er í áttunda sæti stigi á eftir Burnley.
Burnley hefur ekki unnið leik í meira en tvo mánuði og Everton hafa verið slakir á útivelli.
Leikurinn á laugardag gæti hins vegar verið afar mikilvægur og skorið úr um það hvort liðið fær Evrópusæti.
Líkur eru nefnilega á því að sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar muni gefa sæti í Evrópudeidlinni.
Venjulega gefur bara fimmta sætið miða í Evrópudeildina og síðan sigur í deildarbikar og bikarnum.
Manchester City vann deildarbikarinn um helgina en mun fara í Meistaradeidina að ári, það verður því sjötta sætið sem mun einnig gefa miða í Evrópudeildina.
Sjöunda sætið gæti svo einnig gefið miða í Evrópudeildina ef Manchester United, Tottenham eða Chelsea vinna bikarinn. Öll eru í góðum möguleika til þess og ef eitt af þessum þremur liðum myndi vinna bikarinn myndi sjöunda sætið gefa miða í Evrópudeildina.