Jose Mourinho stjóri Manchester United er sagður óhress með það hversu lengi stjórn félagsins er að græja nýjan samninga á leikmenn sína.
Bæði umboðsmenn Anthony Martial og Marcos Rojo funduðu með félaginu í desember.
Tveimur mánuðum síðar hefur félagið ekki haft samband aftur með tilboð.
Báðir eiga tólf mánuði eftir af samningi sínum í sumar en hægt er að framlengja samning Martia um eitt ár.
Juan Mata, Ander Herrera, Luke Shaw, Ashley Young og Daley Blind eru einnig í óvissu en samningar þeirra áttu að renna út í sumar en United nýtti ákvæði og framlengdi þá um eitt ár.