Michael Ball fyrrum leikmaður Everton er ekki hrifinn af því hvernig Sam Allaryce notar Gylfa Þór Sigurðsson.
Ball vill að Gylfi spili fyrir aftan framherjann en ekki út á kanti eins og oft.
Ball segir að þetta muni breyta leik Everton og bæta ef Gylfi fer í sína stöðu.
,,Sam er reyndur stjóri og reynir að segja réttu hlutina,“ sagði Ball.
,,Neikvæðnin í kringum allt pirrar mig og líka að leikmenn spila ekki rétta stöðu. Leikmenn verða að vera þar sem þeim líður vel, Leighton Baines kemur til baka og Gylfi Þór verður að spila fyrir aftan framherjann, fyrir okkur sem lið mun það breyta miklu.“