Martin Scoots umboðsmaður Christian Eriksen hjá Tottenham segir mörg stórlið hafa áhuga á kappanum.
Eriksen hefur verið einn öflugasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár.
Sagt er að stærri lið hafi áhuga á Scoots staðfestir að svo sé.
,,Ég er ekki mikið fyrir það að tjá mig um sögusagnir,“ sagði Scoots.
,,En þegar félög eins og Real Madrid, Barcelona og Manchester United eru nefnd til sögunnar þá verðum við stoltir.“
,,Síðan að Christian var 14 ára þá hafa stærstu félögin alltaf haft áhuga á honum.“
,,Fyrst voru það Chelsea, Milan og Barcelona og síðan þá hefur ekki verið félagaskiptagluggi þar sem stórlið reyna ekki að fá hann.“