Enska úrvalsdeildin stefnir að því að setja upp vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta myndi byrja árið 2020 en áhorfendur þurfa þó ekki að örvænta, leikir verða allar helgar.
Þannig yrðu hlutirnir settir upp að fimm leikir væru eina helgina og fimm helgina eftir. Þannig myndu öll félög fá í kringum 13 daga frí.
Þetta er eitthvað sem stjórar í deildinni hafa kallað eftir en enska úrvalsdeildin er sú eina af stóru deildunum sem ekki er með vetrarfrí.
Enska úrvalsdeildin vonast eftir að þetta verði samþykkt en málið er í umræðu núna.