Romelu Lukaku framherji Manchester United vill að settur verði upp stjörnuleikur í ensku úrvalsdeildinni.
Lukaku fékk þessa hugmynd á ferðalagi síni um New York þessa dagana.
Jose Mourinho stjóri Manchester Untied hlóð í þriggja daga frí eftir sigurinn á Chelsea.
Lukaku ákvað að fara til New York á meðan Victor Lindelof fór ti París og Jesse Lingard til Milan svo dæmi séu tekinn.
Framherjinn fór á NBA leik í gær og sendi þá á út Twitter færslu.
,,Hér er hugmynd fyrir ykkur, NBA er með stjörnuleik. Eigum við ekki að framkvæma þannig leik í ensku úrvalsdeildinni, Norður Englands gegn Suður Englandi. Stuðningsmenn velja, hvað segir enska úrvalsdeildin,“ skrifaði Lukaku.
Here’s an idea for you guys… the nba has all-star game! Don’t you guys think we should organise one in the @premierleague.. The north vs the south! And the fans vote… what do you guys think? @premierleague @FA 😏😉
— R.Lukaku Bolingoli9 (@RomeluLukaku9) February 26, 2018