fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
433

Barcelona blandar sér í baráttuna um varnarmann Tottenham

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. febrúar 2018 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham er eftirsóttur þessa dagana.

Hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið á næsta ári fyrir 25 milljónir punda.

Alderweireld vill fá umtalsverða launahækkun hjá Tottenham en félagið er ekki tilbúið að borga jafnvel og Manchester United sem hefur mikinn áhuga á Belganum.

Félagið gæti því freistast til þess að selja hann í sumar fyrir rétta upphæð, frekar en að missa hann á næsta ári fyrir 25 milljónir punda.

Barcelona hefur nú blandað sér í baráttuna um varnarmaninn öfluga en það er Mail sem greinir frá þessu í kvöld.

Alderweireld er einn af bestu varnarmönnum deildarinnar en hann kom til Tottenham frá Atletico Madrid árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta lofar því að spila þessum leikmanni miklu meira á næstunni – „Hann brosti“

Arteta lofar því að spila þessum leikmanni miklu meira á næstunni – „Hann brosti“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn áfram í Árbænum

Seðlabankastjórinn áfram í Árbænum
433Sport
Í gær

Hojlund hetja Manchester United – Kristian spilaði í tapi og Orri var ekki með vegna meiðsla

Hojlund hetja Manchester United – Kristian spilaði í tapi og Orri var ekki með vegna meiðsla
433Sport
Í gær

Skoða að reka Ancelotti á næstu vikum og búið að ganga frá því hver tekur við

Skoða að reka Ancelotti á næstu vikum og búið að ganga frá því hver tekur við