Arsene Wenger, stjóri Arsenal gæti hætt með liðið í lok tímabilsins.
Gengi liðsins á þessari leiktíð hefur verið undir væntingum en liðið tapaði í úrslitum enska Deildabikarsins í gærdag, 0-3 fyrir Manchester City.
Þá er liðið í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig og er nú tíu stigum frá Meistaradeildarsæti.
Framtíð Wenger er mikið í umræðunni en Mirror ákvað að taka saman lista yfir sex stjóra sem gæti tekið við liðinu en fjórir af þeim eru Ítalar.
Listann má sjá hér fyrir neðan.
Diego Simeone – Atletico Madrid
Leonardo Jardim – Monaco
Massimiliano Allegri – Juventus
Carlo Ancelotti – Án starfs
Antonio Conte – Chelsea
Maurizio Sarri – Napoli