Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool hefur blandað sér í baráttuna um Paul Pogba, miðjumann Manchester United.
Pogba hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir frammistöðu sína að undanförnu og var hann ekki í byrjunarliði liðsins gegn Sevilla í Meistaradeildinni í vikunni.
Carragher telur að Pogba sé einfaldlega ekki nægilegur góður til þess að bera lið United á herðum sér, eins og staðan er í dag í það minnsta.
„Stundum koma upp leikmenn sem búa yfir einstökum hæfileikum en þeir eru ekki gallalausir. Þessir leikmenn eiga það sameiginlegt að geta unnið leiki upp á sínar eigin spýtur,“ sagði Carragher.
„Átján mánuðum eftir að félagið keypti hann hefur lítið breyst. Hann er ennþá að gera sömu mistökin og hann hefur verið að gera, til dæmis í leikjunum gegn Tottenham og Arsenal.“
„Þetta er alvarlegt núna, annaðhvort hlustar hann ekki á þjálfarann sinn eða þá hann skilur hann ekki því hann gerir sömu mistök leik eftir leik,“ sagði hann að lokum.