Han Kwang-song sóknarmaður Cagliari á Ítalíu er eftirsóttur biti þessa dagana.
Kwang-song hefur verið á láni hjá Perugia og gert það gott.
Sagt er frá því á Ítalíu í dag að Liverpool, Tottenham og Juventus hafi öll áhuga á þessum 19 ára sóknarmanni.
Kwang-song er frá Norður-Kóru og þar er bara einn maður sem ræður hlutunum, Kim Jong-Un forseti landsins.
Kim Jong-Un er sagður ætla að koma í veg fyrir það Kwang-song fari til Liverpool eða Tottenham.
Kim Jong-Un er vinur Antonio Razzi sem er stjórnmálamaður á Ítalíu. Í gegnum það samband komst Kwang-song til Ítalíu.
Juventus reyndi að kaupa hann í janúar án árangurs en nú er sagt að Kwang-song fari þangað í sumar vegna þess að Kim Jong-Un vill það.