Romelu Lukaku framherji Manchester United skoraði tvö mörk þegar liðið heimsótti Huddersfield í enska bikarnum í dag.
United var án nokkura lykilmanna en bæði Paul Pogba og David de Gea voru fjarerandi.
Lukaku kom United yfir snemma leiks eftir flotta sendingu frá Juan Mata.
Mata hélt svo að hann hefði skorað í uppbótartíma í fyrri hálfleik en markið var dæmt af, Það var VAR sem er myndbandsdómari sem dæmdi markið af. Umdeildur dómur en ekki eru allir á því að Mata hafi verið rangstæður.
Huddersfield setti pressu á United í síðari hálfleik en Lukaku hlóð í annað mark eftir frábæra sendingu inn fyrir vörn Huddersfield frá Alexis Sanchez.
United er komið í átta liða úrslit en Lukaku hefur skorað í öllum umferðum í bikarnum í ár.