Manchester United er að vinna Huddersfield 0-1 í enska bikarnum með marki frá Romelu Lukaku.
Hálfleikur er í gangi en Juan Mata hélt að hann hefði komið United í 0-2.
Myndbandsdómarinn sagði hins vegar að Mati hafði verið rangstæður og því var markið ekki dæmt.
VAR er ný tækni sem verið er að prufa í enska bikarnum en ekki eru allir sammála um dóminn.
Margir telja að Mata hafi ekki verið rangstæður.
David De Gea fær hvíld í leiknum en hann skilur ekki dóminn. Mynd af Mata má sjá hér að neðan.
😳
— David de Gea (@D_DeGea) February 17, 2018