Paul Pogba, miðjumaður Manchester United sér eftir því að hafa gengið til liðs við Manchester United en það er L’Equipe sem greinir frá þessu.
Pogba snéri aftur til Manchester United árið 2016 þegar Jose Mourinho keypti hann af Juventus fyrir tæplega 90 milljónir punda.
Hann kom til félagsins frá Juventus þar sem hann var magnaður en hann kom til Juventus frá United árið 2012 þar sem hann fékk lítið að spila hjá enska liðinu.
Pogba hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og byrjaði m.a á bekknum í 2-0 sigri United á Huddersfield þann 3. febrúar síðastliðinn.
Þá hefur Jose Mourinho verið duglegur að skipta honum af velli í undanförnum leikjum og er leikmaðurinn nú að vonast eftir því að komast til Real Madrid samkvæmt L’Equipe.