Philippe Coutinho, sóknarmaður Barcelona gekk til liðs við félagið í janúaglugganum fyrir 142 milljónir punda.
Hann er þriðji dýrasti knattspyrnumaður heims, á eftir þeim Neymar og Kylian Mbappe en hann kom til félagsins frá Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool segir að Roberto Firmino, framherji liðsins hafi grætt á brotthvarfi Coutino og útskýrði það á dögunum.
„Ég held að Firmino sé ekki að spila neitt betur en hann er vanur að gera,“ sagði Klopp.
„Það er kannski augljósara núna hversu góður hann er, eftir að Coutinho fór. Hann er ekki hérna lengur til þess að skyggja á hann.“
„Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur, hann þarf ekki alltaf að vera besti maðurinn á vellinum, þótt hann sé það oft og það er jákvætt fyrir okkur,“ sagði hann að lokum.