Juventus tók á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Gonzalo Higuain skoraði tvívegis fyrir heimamenn snemma leiks en þeir Harry Kane og Christian Eriksen jöfnuðu leikinn fyrir gestina og lokatölur því 2-2.
Þetta var níunda mark Harry Kane í Meistaradeildinni, í 9 leikjum sem er met í keppninni.
Hann tekur fram úr leikmönnum á borð við Ronaldinho, Simone Inzaghi, Didier Drogba og Diego Costa sem skoruðu 8 mörk í fyrstu 9 leikjum sínum.
Tölfræði yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.
9 – Harry Kane has scored more goals in his first nine Champions League appearances (9) than any player in the history of the competition, ahead of Ronaldinho, Simone Inzaghi, Didier Drogba & Diego Costa (8). Greatest. #JUVTOT #UCL pic.twitter.com/b7RCpdRrwn
— OptaJoe (@OptaJoe) February 13, 2018