Henrikh Mkhitaryan gekk til liðs við Arsenal í janúarglugganum og hefur farið ágætlega af stað.
Hann kom til félagsins í skiptum fyrir Alexis Sanchez sem fór til United en Armeninn átti ekki fast sæti í liði United á leiktíðinni.
Mkhitaryan segir að Arsene Wenger, stjóri Arsenal sé mýkri maður að Jose Mourinho, stóri United.
„Mourinho vill fá mikið frá leikmönnum sínum,“ sagði leikmaðurinn.
„Mjög mikið, hann var mjög harður við okkur. Wenger er vinalegri, hann sýnir manni meiri skilning og hugsar vel um leikmennina sína.“
„Hann er rólegri og Mourinho og það er kannski stærsti munurinn. Ég átti góða tíma hjá Manchester United, þótt ég hafi ekki verið að spila vel undir það síðasta,“ sagði hann að lokum.