Fjöldu leikja fór fram í ensku Championship deildinni í dag.
Bristol City gerði 3-3 jafntefli við Sunderland í hörkuleik en Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekk heimamanna í dag.
Þá var Jón Daði Böðvarsson í byrjunarliði Reading sem tapaði 1-2 fyrir Middlesbrough en Jóni Daða var skipt af velli á 63. mínútu.
Bristol er komið í sjötta sæti deildarinnar með 52 stig og Reading er áfram í því átjánda með 32 stig.