Harry Kane skrifaði sig á spjöld sögunnar í gærdag þegar Liverpool tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Kane skoraði jöfnunarmark Tottenham í uppbótartíma en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Þetta var hans hundraðasta deildarmark í ensku úrvalsdeildinni og tókst honum að gera það í 141 leik sem er magnað afrek.
Aðeins Alan Shearer hefur verið fljótari en Kane að skora hundrað deildarmörk en hann gerði það í 124 leikjum.
TalkSport tók saman skemmtilegan lista yfir tíu yngstu leikmennina til þess að skora 100 deildarmörk en listann má sjá hér fyrir neðan.
10. Darren Bent – 27 ára og 361 daga gamall
9. Sergio Aguero – 27 ára og 322 daga gamall
8. Robbie Keane – 27 ára og 171 daga gamall
7. Andy Cole – 27 ára og 126 daga gamall
6. Thierry Henry – 26 ára og 177 daga gamall
5. Alan Shearer – 25 ára og 139 daga gamall
4. Harry Kane – 24 ára og 191 daga gamall
3. Wayne Rooney – 24 ára og 100 daga gamall
2. Robbie Fowler – 23 ára og 283 daga gamall
1. Michael Owen – 23 ára og 134 daga gamall