fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
433

Jóhann Berg tryggði Burnley stig gegn Manchester City

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 3. febrúar 2018 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City heimsótti Burnley í dag í ensku úrvalsdeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn hjá Burnley.

City hefur oft spilað betur en sömu sögu er að segja af Burnley sem hefur eftir leikinn ekki unnið í síðustu níu deildarleikjum.

Danilo skoraði fyrra mark leiksins á 22 mínútu en það kom eftir stutta hornspyrnu. Boltinn kom út til Danilo sem var fyrir utan teiginn, bakvörðurinn hamraði honum upp í hægra hornið. Óverjandi fyrir Nick Pope í marki Burnley.

Bæði lið fengu góð færi til að skora í síðari hálfleik og átti Jóhann Berg nokkrar öflugar fyrirgjafir sem samherjar hans nýttu sér ekki.

Það var svo á 82 mínútu leiksins sem Jóhann Berg tryggði Burnley gott stig. Hann mætti á fjærstöngina og kláraði vel framhjá Ederson í marki City.

Burnley er með 36 stig en Manchester City er með 16 stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea og Arsenal berjast um framherjann sem kostar yfir 100 milljónir punda

Chelsea og Arsenal berjast um framherjann sem kostar yfir 100 milljónir punda
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta að Hareide sé hættur

Staðfesta að Hareide sé hættur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er líklegasta félagið til að krækja í Salah ef Liverpool fer ekki að ræða við hann

Þetta er líklegasta félagið til að krækja í Salah ef Liverpool fer ekki að ræða við hann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni sem lék sér að því að keyra á fólk um helgina

Lögreglan leitar að manni sem lék sér að því að keyra á fólk um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvirðing Ed Sheeran í beinni útsendingu í gær vekur upp reiði – „Eigingjarn trúður“

Óvirðing Ed Sheeran í beinni útsendingu í gær vekur upp reiði – „Eigingjarn trúður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði
433Sport
Í gær

Barcelona mun bjóða markavélinni framlengingu

Barcelona mun bjóða markavélinni framlengingu
433Sport
Í gær

Van Nistelrooy líklega að landa nýju starfi

Van Nistelrooy líklega að landa nýju starfi