fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

50plús blokkin í Grindavík: Húsfundur samþykkir að henda hjónum út

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 7. apríl 2018 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar sagði DV frá því að íbúar blokkar í Grindavík, sem í daglegu tali er kölluð 50plús blokkin, vildu að nýjustu eigendur og íbúar hússins, hjón, myndu flytja úr íbúð sinni og selja hana, eða verða ellegar borin út með aðstoð dómstóla.

Ástæðan er sú að hjónin hafa ekki náð fimmtíu ára aldri, konan verður það í september næstkomandi, en maðurinn í ágúst á næsta ári. Telur húsfélagið að þau uppfylli ekki aldurskröfur samkvæmt húsreglum og kvöð eignaskiptayfirlýsingar.

Eins og fram kom í frétt DV í febrúar eru fordæmi fyrir að bæði eigendur og íbúar í blokkinni hafi ekki náð 50 ára aldri og var því talinn vafi á að krafa húsfélagsins næði fram að ganga.

Húsfundi sem halda átti 21. febrúar síðastliðinn var frestað nokkrum klukkustundum áður en hann átti að fara fram. Auðar Jónsdóttir lögmaður húsfélagsins svaraði þá að fundinum hefði verið frestað þar sem aðilar væru að ná sáttum.

Á miðvikudagskvöld var hins vegar haldinn húsfundur í blokkinni, sem í eru 20 íbúðir og samkvæmt heimildum DV voru mættir fulltrúar allra íbúða á fundinn. Atkvæðagreiðslan um tillöguna var leynileg og var niðurstaðan sú að með brottrekstrinum greiddu 14 atkvæði, á móti voru 4 og 2 sátu hjá.

Húsfélagið situr því fast á sinni kröfu um að hjónin flytji út og nú er spurning um hver næstu skref verða, hvort að hjónin flytji út þar til í september þegar konan hefur náð 50 ára aldri, eða hvort að þau sitji sem fastast í íbúð sinni og láti reyna á kröfu húsfélagsins með atbeina dómstóla.

Sjá einnig: „Við bjóðum þau ekki velkomin sem slík þegar þau brjóta lög“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“
Fréttir
Í gær

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig gerir upp Eflingar-dramað – Segir starfsmann hafa heimtað fjögurra ára starfslokasamning upp á 55 milljónir

Sólveig gerir upp Eflingar-dramað – Segir starfsmann hafa heimtað fjögurra ára starfslokasamning upp á 55 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“