fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

Geir Þorsteinsson leiðir framboð Miðflokksins í Kópavogi

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 6. apríl 2018 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson

Geir Þorsteinsson, fyrrum framkvæmdarstjóri og formaður KSÍ, mun leiða lista Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum.

„Miðflokkurinn í Kópavogi býður í fyrsta skipti fram í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða 26. maí nk. Markmiðið er að ná fram betri árangri fyrir alla íbúa Kópavogsbæjar.

Geir Þorsteinsson leiðir framboð Miðflokksins í Kópavogi, en hann hefur áratuga reynslu á sviði stjórnunar, fjármála, reksturs og félagsmála. Geir hefur m.a. starfað að fjölbreyttum verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar frá 1981 og í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) frá 1992, sem framkvæmdastjóri KSÍ 1997-2007 og formaður KSÍ 2007-2017. Hann hefur setið í nefndum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu UEFA frá 1998 og Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA frá 2007 og sinnir nú sérstökum verkefnum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu.

Geir segir að eitt stærsta verkefnið á kjörtímabilinu verði að lækka álögur á bæjarbúa og bæta þjónustu bæjarins við íbúana. 

„Við viljum ná betri árangri í fjármálum Kópavogsbæjar þannig að lækka megi útsvarið úr 14,48% í 14% á kjörtímabilinu“ segir Geir. „Við leggjum áherslu á að í menntamálum standi nemendum til boða kennsla eins og best gerist ásamt því að vinna að stofnun framhaldsskóla í efri byggðum bæjarins og að bæjarbúar á öllum aldri fái notið fjölbreyttra menningar- og listviðburða og líflegs íþróttalífs í bænum, sér til skemmtunar og heilsubótar.“

Miðflokkurinn mun kynna ítarlega stefnu sína og framboðslista á næstunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?