Liverpool þarf að fara afar illa af ráðum sínum ef liðið ætlar sér ekki a vera með í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Liverpool gekk frá Manchester City í fyrir leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld, leikið var á Anfield. Mohamed Salah kom Liverpool yfir á tólftu mínútu leiksins, eftir mistök í varnarleik City hrökk boltinn til Roberto Firmino sem kom honum á Salah. Hinn sjóðheiti sóknarmaður lét ekki bjóða sér það tvisvar og setti boltann í netið.
Níu mínútum síðar var komið að Alex Oxlade-Chamberlain sem þrumaði knettinum í hornið fyrir utan teig. Geggjað mark frá enska miðjumanninum sem hefur stimplað sig hressilega inn í lið Liverpool. Það var síðan eftir rúman hálftíma sem Sadio Mané hlóð í þriðja markið og síðasta naglann i kistu City. Salah átti frábæra fyrirgjöf sem Mane skallaði framhjá Ederson í marki City.
City var ögn sterkari aðilinn í síðari hálfleik en lærisveinar Jurgen Klopp spiluðu agaðan varnarleik.
Klopp hefur betra tak á Pep Guardiola en nokkur annar, hann hefur unnið Guardiola sex sinnum í þrettán leikjum.
6 – Jürgen #Klopp is the only manager to win 6 competitive games against Pep #Guardiola (13 games). Nemesis. #LIVMCI pic.twitter.com/6Y9z61Qnof
— OptaFranz (@OptaFranz) April 4, 2018