Eiður Smári Guðjohnsen minnist Ray Wilkins sem er látinn 61 árs gamall en hann átti frábæran feril sem leikmaður og í þjálfun.
Hann lék með Manchester United, Chelsea, PSG, Milan og fleiri liðum.
Wilkins fékk hjartaáfall í síðustu viku og hafði síðan þá verið í lífshættu.
Hann lést svo í dag en Wilkins var þekktastur síðustu ár fyrir að vera aðstoðarþjálfari Chelsea.
,,Þú hlýjaðir öllum í hjartanu, heppin að hafa verið í návíst þinni. Hvíldu í friði Ray Wilkins,“ skrifaði Eiður Smár á Twitter en báðir tengjast þeir Chelsea sterkum böndum.
Wilkins hafði farið í skoðun síðasta sumar þar sem ekkert benti til þess að eitthvað væri að hjartanu hans.
You warmed the hearts of everyone lucky enough to have been in your presence!
R.I.P Ray Wilkins— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) April 4, 2018