,,Við vonum að Gyfi komi við sögu á þessu tímabili,“ sagði Sam Allardyce stjóri Everton um meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Gylfi meiddist á dögunum og hefur nú verið frá í tæpar rúmar þrjár vikur en meiðslin eru á hné.
Gylfi er algjör lykilmaður hjá Everton og meiðsli hans geta komið sér illa fyrir Stóra Sam.
,,Við höfum verið að reyna að fækka meiðslunum hjá okkur og við höfum getað gert það,“ sagði Allardyce sem átti þar við vöðvameiðsla sem má oft koma í veg fyrir. Meiðsli Gylfa eru ekki þannig.
,,Það er ekki nokkur vafi á því að þegar þínir bestu leikmenn meiðast og úrslitin verða ekki eins góð að þá kemur pressa á okkur stjórana.“
Búist er við því að Gylfi spili síðustu leiki Everton í deildinni en Stóri Sam gæti þó misst starf sitt í sumar.