Árið 2004 var Arjen Robben þá kantmaður PSV afar eftirsóttur leikmaður, hann fundaði með Sir Alex Ferguson þá stjóra Manchester United.
Robben vildi fara til United en eftir kvöldverð með Ferguson í Manchester gerðist ekkert.
,,Ég átti mjög gott spjall með Ferguson yfir kvöldverði, við töluðum um fótbolta og lífið,“ sagði Robben.
,,Ég skoðaði æfingasvæðið vel og allt var í lagi, eftir að ég fór aftur til PSV gerðist ekkert. Það var ekkert í gangi.“
,,Ég ræddi við Chelsea og kunni vel við þeirra plön, við áttum einn fund og allt gekk hratt fyrir sig.“
,,Hefði Manchester Untied boðið mér samning hefði ég skrifað undir, það gerðist ekki.“