Alan Pardew er hættur sem stjóri WBA en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu.
Enskir miðlar eru ekki sammála um hvort að búið sé að reka stjórann eða hvort að hann ákvörðunin hafi verið sameiginleg.
Pardew tók við liðinu af Tony Pulis í nóvember á síðasta ári en liðinu hefur ekki gengið vel undir hans stjórn og situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar.
WBA er með 20 stig þegar 6 leikir eru eftir af tímabilinu, 10 stigum frá öruggu sæti í deildinni og þarf á kraftaverki að halda til þess að tryggja veru sína áfram í deildinni.