Pierre-Emerick Aubameyang var hetja Arsenal er Stoke heimsótti liðið í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Leikurinn var jafn og Arsenal var ekki að spila vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.
Það var á 75 mínútu sem Bruno Martins Indi braut á Mesut Özil innan teigs.
Pierre-Emerick Aubameyang steig á punktinn og skoraði af nokkru öryggi.
Hann skoraði svo aftur tíu mínútum og sigurinn í höfn. Nokkrum mínútum síðar fékk Arsenal aðra vítapsyrnu og Aubameyang leyfði hann Alexandre Lacazette að taka hana, hann skoraði af öryggi.
Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.
Arsenal (4-3-2-1): Ospina 6; Bellerin 6, Mustafi 6.5, Chambers 6, Monreal 6; Wilshere 6.5 (Mkhitarayan 76), Elneny 6 (Xhaka 76) Ramsey 6.5; Ozil 7, Welbeck 5.5 (Lacazette 61, 6.5); Aubameyang 7.5.
Stoke (4-2-3-1): Butland 5.5; Johnson 5, Shawcross 6.5, Martins Indi 6.5, Pieters 6.5; Allen 7, N’Diaye 5; Bauer 5, Shaqiri 6, Sobhi 6 (Crouch 79); Diouf 5 (Berahino 61, 5).