Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra enska C-deildarliði Wigan.
Stuðningsmenn Wigan ruddust inn á heimavöll liðsins eftir að liðið hafði slegið Manchester City úr leik í 16-liða úrslitum enska FA-bikarsins á dögunum.
Leiknum lauk með 1-0 sigri Wigan þar sem að Will Grigg skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.
Það varð allt vitlaust eftir leik og fjöldi stuðningsmanna liðsins rauk inn á völlinn og létu þeir meðal annars Sergio Aguero, framherja liðsins heyra það.
Wigan fær frest til 9. apríl til þess að svara kærunni en verði þeir fundnir sekir þá gætu þeir þurft að greiða háa fjársekt.