Crystal Palace tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn næsta en leikurinn hefst klukkan 11:30.
Liverpool er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og situr sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 63 stig á meðan Palace er í sextánda sætinu með 30 stig.
Margir fastamaenn liðsins eru tæpir en þar ber eflaust hæst að nefna þá Emre Can, Joe Gomez og Andrew Robertson.
Þá á læknalið félagsins eftir að meta þá leikmenn sem tóku þátt í æfingaleikjum með landsliðum sínum í vikunni sem leið.
Liverpool mætir Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 3. apríl næstkomandi og þarf Jurgen Klopp að taka ákvörðun hvort hann taki áhættu með lykilmenn sína eða hvíli þá um helgina.
Liverpool er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og má því ekki tapa stigum gegn Palace en samkvæmt Liverpool Echo þá mun Klopp leggja áherslu á leikinn gegn City þegar hann stillir upp um helgina.