Martin Skrtel fyrrum varnarmaður Liverpool var heppinn að láta ekki lífið innan vallar í gær.
Skrtel lék þá með landsliði Slóvakíu gegn Thailandi en hann hneig niður innan vallar.
Ondrej Duda liðsfélagi hans var fljótur að átta sig á aðstæðum.
Þessi 33 ára varnarmaður var að gleypa tungu sína sem hefði orðið til þess að hann hefði kafnað.
Duda sá það fyrir og óð upp í munn Skrtel og reif tunguna framm.
Skrtel var fljótur að jafna sig og hélt áfram að spila fram á 72 mínútu.
Atvikið er hér að neðan.