Manchester United féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku eftir 1-2 tap gegn Sevilla.
Alexis Sanchez var í byrjunarliði United í leiknum en átti ekki góðan leik, líkt og aðrir leikmenn liðsins.
Mirror greinir frá því í dag að margir leikmenn liðsins hafi verið pirraðir á Sanchez í hálfleik og látið hann heyra það duglega.
Þeir voru ósáttir með varnarvinnu hans í leiknum og þá voru þeir ósáttir með það að hann væri ekki að spila boltanum á réttum augnablikum.
Þeir minntu hann svo á það að hann gæti ekki spilað eins og hann gerði hjá Arsenal og að hann yrði að bakka með liðinu þegar hann tapaði boltanum.
Sanchez kom til félagsins frá Arsenal í janúarglugganum en hefur engan vegin staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.