Ian Rush, fyrrum framherji Liverpool er afar hrifinn af Mohamed Salah, sóknarmanni liðsins.
Salah hefur verið magnaður á þessari leiktíð og er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 28 mörk.
Þá hefur hann skorað 36 mörk á tímabilinu og nálgast hann metið hans Rush sem skoraði 47 mörk fyrir Liverpool, tímabilið 1983 til 1984.
„Stærsti munurinn á mörkunum okkar er sá að þegar að ég skoraði 47 mörk þá unnum við þrennuna,“ sagði Rush.
„Það er það sem Liverpool þarf að byrja að gera núna, þeir verða að fara vinna titla. Ég var ánægðari með það að vinna þrennuna með Liverpool en að skora 47 mörk.“
„Ef Liverpool vinnur Meistaradeildina munu mörkin hans telja og vonandi geta þeir unnið keppnina í ár,“ sagði hann að lokum.