fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433

Pique með áhugaverð ummæli um Sir Alex Ferguson

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. mars 2018 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerard Pique, varnarmaður Barcelona segist standa í miklli þakkarskuld við Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Manchester United.

Pique spilaði með United á árunum 2004-2008 en snéri aftur til Barcelona árið 2008 þar sem að hann er uppalinn.

Hjá Barcelona hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna sem knattspyrnumaður og líka með spænska landsliðinu en hann segir að Ferguson eigi stóran þátt í velgengni sinni.

„Ef ég horfi tilbaka þá hef ég unnið allt sem hægt er að vinna, bæði með Barcelona og Spáni. Hins vegar var ég í miklum vandræðum fyrir tíu árim síðan og líf mitt hefði getað farið í aðra átt ef ekki væri fyrir Sir Alex Ferguson,“ sagði Pique.

„Hann kom alltaf mjög vel fram við mig og var í raun eins og annar faðir fyrir mig. Hann hafði alltaf trú á mér, þangað til ég gerði slæm mistök í deildarleik með Bolton. Hann hélt samt áfram að reyna stappa í mig stálinu en ég datt út úr liðinu.“

„Ég bað um að fá að fara til Barcelona og sagði honum í hreinskilni að ég vildi fara. Þetta var eitt erfiðasta samtal sem ég hef átt á ferlinum því hann hafði svo mikla trú á mér. Hann gerði það sem var best fyrir mig og leyfði mér fara. Hann þurfti ekki að gera það en ég mun ætíð vera honum þakklátur,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl