Liverpool tekur á móti Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 3. apríl næstkomandi.
Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiknum en síðari leikur liðanna fer fram þann 10. apríl á Etihad.
John Aldridge, fyrrum fyrirliði Liverpool spáir því að það verði erfitt fyrir leikmenn City að mæta á Anfield.
Hann reiknar með því að völlurinn muni nötra og að leikmenn City verði í vægu sjokki yfir hávaðanum og stemningunni á Anfield.
„Ég tel að sumir leikmenn City verði á nálum í leiknum,“ sagði Aldridge.
„Þeir munu ganga inn í andrúmsloft sem þeir eru ekki vanir að spila í, þetta verður eitthvað sem þeir hafa aldrei upplifað áður,“ sagði hann að lokum.