Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham er sterklega orðaður við brottför frá félaginu þessa dagana.
Hann vill fá launahækkun hjá félaginu en Tottenham er ekki hrifið af því að hækka hann of mikið í launum.
Núverandi samningur hans rennut út sumarið 2019 og því íhugar Tottenham nú að selja hann á meðan að þeir fá eitthvað fyrir hann.
HLN greinir frá því í dag að félagið vilji fá 44 milljónir punda fyrir Alderweireld en hann er af mörgum talinn einn besti varnarmaður deildarinnar.
Hann kom til Tottenham frá Atletico Madrid, sumarið 2015 en enska félagið borgaði 16 milljónir evra fyrir hann.